Snið
Bíðurðu eftir símtali en getur ekki leyft símanum að hringja? Til eru ýmsar gerðir stillinga
sem kallast snið og hægt er að sérsníða þau með hringitónum fyrir tiltekin tilefni og
aðstæður.
Veldu
Valmynd
>
Stillingar
>
Snið
.
Veldu tiltekið snið og svo úr eftirfarandi valkostum:
Virkja — Virkja sniðið.
Eigið val — Breyta stillingum sniðsins.
Tímastillt — Hafa sniðið virkt í tiltekinn tíma. Þegar tímastilling sniðsins rennur út
verður fyrra sniðið sem ekki var tímastillt virkt á ný.
Mismunandi getur verið hvaða valkostir eru í boði.
Viðvörun:
Í flugsniðinu er ekki hægt að hringja eða svara símtölum, þar á meðal neyðarsímtölum,
eða nota aðra valkosti þar sem þörf er á tengingu við símkerfi. Eigi að hringja verður
fyrst að virkja símaaðgerðina með því að skipta um snið. Ef tækinu hefur verið læst skal
slá inn lykilnúmerið.
Ef hringja þarf neyðarsímtal meðan tækið er læst og flugsniðið er virkt kann einnig að
vera hægt að slá inn neyðarnúmerið sem er forritað í tækið í reitinn fyrir lykilnúmerið
og velja 'Hringja'. Tækið staðfestir að verið sé að gera flugstillinguna óvirka til að hefja
neyðarsímtal.
Stillingar 27